*

föstudagur, 23. ágúst 2019
Innlent 12. ágúst 2019 16:08

Síminn hækkaði um 2%

Verð á hlutabréfum í Símanum hækkaði um 2% í rétt rúmum 1 milljarðs króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í Símanum hækkaði um 2% í rétt rúmum 1 milljarðs króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. En fyrr í dag var greint frá því að Stoðir væru komnir yfir 10% í Símanum.

Þá hækkuðu Heimavellir um 3,3% í 2 þúsund króna viðskiptum. Reginn lækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 0,56% í 11 milljón króna viðskiptum. Þá lækkaði Sjóvá um 0,55% í 346 þúsund króna viðskiptum. 

Heildarvelta á Aðalmarkaði hlutabréfaviðskipta nam 1,2 milljörðum króna.