Frá og með september næstkomandi mun Síminn gjaldfæra alla internetnotkun. Því verður ekki lengur einungis rukkað fyrir erlent niðurhal heldur einnig fyrir innlenda internetnotkun. Fram kemur í fréttatilkynning u frá Símanum að gagnanotkun heimila muni líklega þrefaldast við þessa breytingu.

Fram kemur í tilkynningunni að breytingin miðist að því að mismuna ekki netnotendum eftir því hvar þeir eru og hvaðan þeir sækja efni á netinu.

Verðskrá Símans hækkar næstu mánaðarmót. Talið er að hækkunin leiði til um 2% hækkunar á meðalreikningi heimila.

Í tilkynningunni frá Símanum segir að þrátt fyrir að ýmis fjarskiptaþjónusta hjá símanum hafi lækkað í verði síðastliðið ár, þá hafi meðalreikningur viðskiptavina Símans fyrir farsíma aukist. Ástæðan sé fyrst og fremst snaraukin notkun, og þá sérstaklega gagnanotkun í farsíma.