Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi hækkaði um 0,23% í um 1,7 milljarða heildarveltu á markaði og fór hún í 1.729,15 stig. Heildarveltan í Markasvísitölu Gamma nam tæplega 3,8 milljörðum kóna, og hækkaði um um 0,11% og stendur nú í 165,363 stigum.

Þar af námu skuldabréfaviðskiptin tæplega 1,9 milljarði og hækkaði skuldabréfavísitala Gamma um 0,14%, upp í 353,330 stig. Mest hækkun var á gengi bréfa Símans eða um 1,38% í 222 milljóna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 4,41 krónu.

Næst mest hækkaði gengi bréfa Marel um 0,52% í 186 milljóna króna viðskiptum og er gengi bréfanna nú 383,00 krónur. Mest lækkun var svo á gengi bréfa HB Granda eða um 1,46% í mjög litlum viðskiptum þó. Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um nær yfirtökutilboð Brim til eigenda bréfa HB Granda til þeirra sem áttu bréf í fyrradag, 30. maí síðastliðinn.

Gengi bréfa Origo lækkaði næst mest, eða um 1,14% í 34 milljóna viðskiptum og stendur það nú í 21,65 krónum. Gengi íslensku krónunnar styrktist um 0,06% gagnvart Bandaríkjadal, sen nú stendur í 104,56 krónum, en stóð í stað gagnvart evru sem stendur í 122,10 krónum. Krónan veiktist hins vegar gagnvart breska sterlingspundinu um 0,45% og fæst það nú á 139,65 krónur.