Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,03% í dag en viðskipti á hlutabréfamarkaði námu tæplega 1,8 milljarði króna. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði hins vegar um 0,04% og stendur því í 1.364,93 stigum, en viðskipti með skuldabréf námu ríflega 5,2 milljörðum króna.

Mest hækkuðu bréf Símans eða um 2,19% og stóðu þau í 4,20 krónum við lok dags. Jafnframt voru mestu viðskipti í dag með bréf félagsins en þau námu um 523 milljónum króna. Næst mest hækkuðu bréf í N1 eða um 0,88% en við lokun markaða stóðu þau í 114,00 krónum og höfðu þá átt sér stað viðskipti með bréfin að fjárhæð 57 milljón króna.

Mest lækkun var á bréfum Skeljungs en þau lækkuðu um 1,15% í 363 milljón króna viðskiptum. Bréf Skjelungs stóðu í 6,88 krónum við lokun. Næst mest lækkuðu bréf Tryggingamiðstöðvarinnar eða um 0,90% en í óverulegum viðskiptum.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,13% í dag í 1,7 milljarðs viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,04% í 3,8 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,01% í 1 milljarðs viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 2,8 milljarða króna viðskiptum.