Verð á hlutabréfum í Símanum hækkaði um 3,55% í 207 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Næst mest hækkun var hjá VÍS eða 1,20% hækkun í 60 milljóna króna viðskiptum.

Mest lækkun á hlutabréfaverði í viðskiptum dagsins var í Arion eða 3,41% í 6 milljóna króna viðskiptum. Næst mest lækkun var hjá Origo en félagið lækkaði um 1,63% í viðskiptum dagsins.

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 0,42% í Kauphöllinni í dag. Heildarveltan í Kauphöllinni í dag nam 378 milljónum króna.