Fjöldi farsímanotenda sem eru í viðskiptum við Nova hefur þrefaldast á einu ári. Um mitt ár 2008 voru þeir 13.646 en í lok júní 2009 voru viðskiptavinir Nova orðnir 46.269 talsins. Fyrirtækið hefur nú 13,9 prósent markaðshlutdeild en hafði 4,2 prósent hlutdeild í fyrra.

Þetta kemur fram í nýrri tölfræðiskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar sem birt var í dag.

Siminn og Vodafone tapa miklu

Síminn er með 48,1 prósent allra farsímanotenda á Íslandi í viðskiptum hjá sér samkvæmt skýrslunni. Það er í fyrsta sinn sem fyrirtækið er með minna en helmingsmarkaðshlutdeild á farsímamarkaði.

Fyrir áratug var Síminn með um 80 prósent markaðshlutdeild á farsímamarkaði.Viðskiptavinum fyrirtækisins hefur fækkað um rúmlega 24 þúsund á einu ári. Þeir voru þó 160.512 talsins um mitt þetta ár og Síminn er sem áður langstærsti leikandinn á farsímamarkaði.

Ljóst er að minni símafyrirtækin tvö, Nova og Tal, eru að höggva veruleg skörð í viðskiptavinahóp þeirra tveggja stærri því að Vodafone tapar líka um tíu þúsund viðskiptavinum milli ára á meðan að Tal bætir við sig tæplega níu þúsund viðskiptavinum.

Farsímanotendur 2008 til 2009:

Fjöldi viðskiptavina                Markaðshlutdeild

Fyrirtæki                  júní 08             júní 09             júní 08             júní09

Síminn                    184.861           160.512           56,6%             48,1%

Vodafone                118.813           108.820           36,4%             32,6%

Nova                           13.646             46.269             4,2%               13,9%

Tal                                9.382               18.000             2,9%               5,4%

Samtals                  326.708           333.601           100%              100%