Hlutabréfaverð Símans stóð við lokun markaða í gær í 5,86 krónum á hlut og hefur aldrei verið hærra eftir 5,2% hækkun sem kom í kjölfarið á birtingu uppgjörs fyrir fyrsta ársfjórðung.

Hlutabréfaverð félagsins er því orðið hærra en það var áður en lækkanir vegna COVID-19 hófust en síðasti hápunktur var 21. febrúar, síðasta dag áður en lækkunarhrynan hófst. Bréf félagsins hafa hækkað um 9,4% á árinu og um 57% frá ársbyrjun 2019. Markaðsvirði félagsins nemur nú 54,2 milljörðum króna.

Bréf Símans hafa það sem af er degi lækkað um rúmlega 1% og standa nú í 5,8 krónum á hlut.