Síminn hefur keypt hlut í Nordisk Mobiltelefon, en fyrirtækið hyggst byggja upp þriðju kynslóðar farsímakerfi í Skandinavíu, hefur hefur fengið farsímaleyfi til þess í nokkrum löndum, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Teleavisen í Noregi greindir frá því í gær að Orkla og Síminn hafi fjárfest í Nordisk Mobiltelefon (NMT) en Orka verður leiðandi fjárfestir. Síminn mun líta á fjárfestinguna sem stratigíska. Tom Vidar Rygh, forstjóri Orkla mun setjast í stjórn NMT en hann hefur meðal annars setið í stjórn Telenor.

NMT hefur fram til þessa fyrst og fremst einbeitt sér að því að afla sér leyfa til reksturs þriðju kynslóðar farsímakerfis á Norðurlöndunum og raunar víðar, en ekki verið með mikla starfsemi. Með nýjum hluthöfum hefst starfsemin, enda búið að tryggja fjármögnun félagsins, að því er fram kemur í frétt Teleavisen.