Síminn vakti athygli Samkeppniseftirlits mánudaginn 5.janúar á ummælum sem höfð voru eftir Þórdísi J. Sigurðardóttur í fjölmiðlum þess efnis að Tali sé óheimilt að ganga til samninga við önnur fyrirtæki um aðgang að farsímanetum í 5 ár.

Þetta hafði Þórdís jafnframt tilkynnt Símanum bréflega.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum en sem kunnugt er gerði Samkeppniseftirlitið húsleit hjá Teymi og dótturfélögum í morgun.

Þar kemur fram að Síminn rökstuddi í kvörtun til Samkeppniseftirlitsins að slíkt ákvæði fari gegn samkeppnislögum og fyrri ákvörðun Samkeppniseftirlits.