Síminn lækkaði um 0,9% í 734 milljóna króna veltu í Kauphöllinni í dag. Fjarskiptafélagið birti árshlutauppgjör eftir lokun markaða í gær en félagið hagnaðist um 2,8 milljarða á fyrsta ársfjórðungi. Rétt er þó að benda á að hlutabréfagengi Símans náði sínu hæsta stigi frá skráningu í 10,63 krónum á hlut í gær en félagið hefur hækkað um 31% frá áramótum.

Icelandair hækkaði mest allra félaga í dag eða um 2,5% í 123 milljóna króna veltu. Flugfélagið hefur nú hækkað um tæp 22% á síðastliðnum mánuði. Fjarskiptafélagið Sýn hækkaði næst mest í dag eða um 1,5%.

Næsta mesta veltan var með hlutabréf Festi sem lækkuðu um 0,1% í  701 milljón króna viðskiptum. Festi birti uppgjör eftir lokun Kauphallarinnar í dag en félagið hagnaðist um 289 milljónir króna á fyrsta fjórðungi ársins.