Síminn og Öryggismiðstöðin hafa gert með sér heildarsamning um fjarskiptaþjónustu, innifalið í samningnum er meðal annars talsímaþjónusta, farsímaþjónusta og fjöldi sértækra samskiptalausna, segir í fréttatilkynningu.

Örugg fjarskipti eru Öryggismiðstöðinni afar mikilvæg, enda um alhliða öryggisfyrirtæki að ræða sem rekur sína eigin stjórnstöð 24 tíma sólarhringsins allt árið um kring, segir í tilkynningunni.

?Öryggismiðstöðin er virkilega ánægð þennan samning við Símann. Við sjáum mikla möguleika í að tengjast Símanum þar sem öryggisfyrirtækin og fjarskiptaþjónustan munu í framtíðinni eiga mikla samleið. Reynsla okkar af fyrra samstarfi okkar við Síman er einng afar góð," segir Jón Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Öryggismiðstöðvarinnar.

?Síminn fagnar því trausti sem Öryggismiðstöðin hefur sýnt fyrirtækinu með því að fela Símanum umsjón yfir mikilvægum fjarskiptum sínum. Síminn hefur að höfuðmarkmiði sínu að vera leiðandi og áreiðanlegt fyrirtæki og þessi samningur undirstrikar það," segir Sævar Freyr Þráinsson, framkvæmdastjóri hjá Símanum.