Í Viðskiptaþættinum á Útvarpi Sögu, sem hefst klukkan 16 í dag, verða endurflutt valin viðtöl frá því í vikunni. Leikurinn hefst á viðtali við Orra Hauksson, sem er nýr stjórnarformaður Skjás eins. Orri er einnig forstöðumaður þróunarsviðs Símans og í viðtalinu við Orra lýsir hann því hvernig hann sér samband Símans og Skjás eins þróast, en Síminn fer nú með meirihluta hlutafjár í Skjá einum.

Þvínæst verður rætt við Eirík S. Jóhannsson, nýjan forstjóra Og Vodafone sem hóf störf hjá félaginu í vikunni. Eiríkur byrjaði með krafti, en á öðrum degi í starfi tilkynnti Eiríkur um yfirtöku Og Vodafone á Norðurljósum.

Þátturinn í dag endar á því að flutt verður viðtal við Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða, þar sem hann skýrir hvers vegna Flugleiðir keyptu rúmlega 10% hlut í breska lággjaldaflugfélaginu EasyJet.