Þann 15. maí síðastliðinn gerði Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og Síminn með sér samkomulag að ljúka máli með máli vegna brota gegn laga um verðbréfaviðskipti. Síminn féllst á að greiða sekt að fjárhæð 1,7 milljónum króna.

Í tilkynningu FME segir að Síminn hafi brotið lög með því að hafa ekki birt opinberlega hlutfall eigin hluta innan lögmælts tímafrests þegar félagið fór yfir 5% atkvæðisréttar með kaupum á eigin bréfum.

Síminn gaf frá sér tilkynningu þann 21. október 2019 vegna endurkaupaáætlunarinnar kom fram að félagið ætti 5,05% af útgefnum hlutabréfum í sjálfu sér. Við nánari skoðun FME var ljóst að flöggunarskylda Símans hafði myndast í viðskiptum fjórum dögum áður þegar eigin bréf rauf 5,0% markið.

Eftirlitið segir að Síminn hefði samkvæmt lögum átt að birta flöggunartilkynningu opinberlega í síðasta lagi klukkan 12:00 þann 18. október en birti hana ekki fyrr en 21. október.