Síminn mun ekki þurfa að sæta stjórnvaldssektar þó Fjármálaeftirlitið hafi úrskurðað að félagið hafi brotið lög um verðbréfaviðskipti. Segir stofnunin að með því að tilkynna ekki samdægurs um viðskipti fruminnherja með hlutabréf í félaginu sem voru gerð 1. nóvember 2017 hafi félagið brotið lögin.

„Með hliðsjón af því að ekki var um að ræða viðskipti fruminnherja sem Símanum hf. var skylt að birta opinberlega samkvæmt 127. gr. vvl. og því raskaði síðbúin tilkynning ekki jafnræði fjárfesta á markaðnum, og með hliðsjón af því að tilkynningin barst strax daginn eftir að tilkynningarskyldan varð virk, var ákveðið að gera félaginu ekki stjórnvaldssekt vegna brotsins.“