Síminn hefur sett upp nýjar GSM stöðvar til styrkja símasamband á Norðurlandi. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að um sé að ræða stöðvar við Geitafellshnjúk, í Bárðardal og á Stórfelli á Möðrudalsöræfum.

Frá Stórfelli á Möðrudalsöræfum er nú samband á hluta á veginum inn að Öskju og Herðubreiðarlindum.

Einnig er bætt samband í Aðaldal, Laxárdal og á Kísilveginum frá stöðinni á Geitafellshnjúk.

Drægni stöðvarinnar á Húsavíkufjalli hefur jafnframt verið aukin, og nær þjónustusvæðið út fyrir Grímsey.

„Áætlanir eru um áframhaldandi uppbyggingu á næstu vikum,“ segir í tilkynningu Símans.