Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms um brot Símans á samkeppnislögum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Síminn ætti að greiða 50 milljónir króna. Sektin var því hækkuð frá því að dómur fell í héraðsdómi því þá var ákveðið að sektin ætti að vera 30 milljónir króna.

Samkeppniseftirlitið komst að þeirra niðurstöðu í lok árs 2009 að Síminn hefði gerst brotlegur og beitt fjarskiptafyrirtækinu TSC ólögmætum viðskiptahindrunum. Síminn á að hafa hindrað aðgang að flutningskerfi Símans vegna dreifingar á sjónvarpsefni Íslenska sjónvarpsfélagsins.

Samkeppniseftirlitið sektaði símann þá um 150 milljónir króna en síminn kærði ákvörðunina. Þá ækkaði áfrýjunarnefndin sektina í 50 milljónir vegna versnandi niðurstöðu fjárhagsafkomu Símans.

Síminn skaut úrskurði áfrýjunarnefndar til dómstóla og sektin var þá lækkuð í 30 milljónir króna. Hæstiréttur dæmdi síðan í dag og komst að þeirri niðurstöðu að Síminn ætti að greiða 50 milljónir króna.