Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur ekki setið auðum höndum síðan hann seldi hlut sinni í Hamborgarafabrikkunni og Shake&Pizza í Egilshöll. Í dag vinnur hann hörðum höndum að því að standsetja sportbarinn og veitingastaðinn Barios í Mosfellsbæ þar sem Arion banki var áður með útibú.

„Við erum að ráðgera að opna í nóv­em­ber ef guð og raf­verk­tak­ar lofa,“ segir Sigmar í samtali við Morgunblaðið og bætir við að staðurinn verði allt í senn sportbar, hverfisbar og veitingastaður.

Þá greindi Morgunblaðið frá því dag að Sigmar ráðgeri einnig að nú að opna mínígolfstað við Skútuvog 2 næsta vor. Húsnæðið er nær 2.000 fermetrar að stærð og hyggst Sigmar reka tvo níu holu mínígolfvelli á staðnum auk sportbars og veitingastað.

„Þetta er í raun og veru „all-in“ fjár­fest­ing. Og ég væri ekki að taka þetta stóra skref nema ég tryði því að þetta væri frá­bær hug­mynd,“ seg­ir Sig­mar í sam­tali við Morg­un­blaðið