*

miðvikudagur, 20. október 2021
Erlent 21. maí 2018 13:53

Símnotendur krefja Google um milljarða

Google gæti þurft að greiða eigendum iPhone síma yfir 600 milljarða króna vegna brota á persónuverndarlögum.

Ritstjórn
epa

Hópmálsókn 4,4 milljón eigenda iPhone síma gæti kostað Alphabet, móðurfélag Google, yfir 600 milljarða króna að því er Bloomberg greinir frá. Málsóknin var höfðuð fyrir breskum dómstólum af hópnum Google You Owe Us, sem talar máli 4,4 milljón iPhone notenda. 

Málsóknin byggir á því að Google hafi ólöglega safnað persónuupplýsingum um notendur iPhone síma með því að komast fram hjá persónverndarstillingum símanna.

Hópurinn heldur því fram að hver notandi eigi rétt á 750 pundum í bætur, sem samsvarar um 106 þúsund krónum. Google hafnar málatilbúnaðnum og telur málið ekki eiga heima fyrir breskum dómstólum.