Simon Cowell, sem þekktastur er fyrir hlutverk hins hreinskilna, og oft illræmda, dómara í American Idol, leggur nú lokahönd á stofnun nýs fyrirtækis í skemmtanaiðnaðinum ásamt Íslandsvininum Philip Green, sem þekktastur er hér land sem viðskiptafélagi Baugs.

Cowell á fyrir afþreyingarfyrirtækið Syco, sem framleiðir meðal annars þætti á borð við Britain's Got Talent og X Factor en Green er aðaleigandi verslunarkeðjunnar BHS sem selur geisladiska, dvd myndir og fleira afþreyingarefni.

Samkvæmt frétt Reuters gera þeir Cowell og Green, sem hafa verið vinir í áraraðir, ráð fyrir að með nýju fyrirtæki geti þeir aukið markaðshlutdeild sína og það sé beggja hagur af samstarfinu. Þá mun Green einnig gera ráð fyrir að kynna nýjustu stjörnur, sem viðmælandi Reuters segir að Cowell framleiði á færibandi, í tískuvöruverslunum sínum á borð við Topshop.