Fjóðri dagur aðalmálsmeðferðar er í dag í héraðsdómi í Stím málinu gegn Lárusi Welding, Jóhannesi Baldurssyni og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni.

Í gær og í dag hafa staðið yfir vitnaleiðslur í málinu. Í gær tilkynnti Símon Sigvaldason héraðsdómari þeim Þorsteini Má Baldvinssyni og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, áður en þeir svöruðu spurningum dómsins, að samkvæmt upplýsingum hans væru þeir með stöðu sakbornings í öðru máli. Þetta kom þeim báðum á óvart en Símon sagðist ekki hafa frekari upplýsingar.

Jón Ásgeir hefur verið ákærður í Aurum málinu, og kann að vera að upplýsingarnar varði það mál, en engar upplýsingar hafa áður verið veittar er varða Þorstein Má.

Í morgun kom Pálmi Haraldsson til að bera vitni. Þá tilkynnti Símon honum einnig að hann væri með réttarstöðu sakbornings í öðru máli. Þetta kom Pálma mjög á óvart.