Símon Þór Jónsson hefur verið ráðinn til starfa á skattasvið EY og hóf störf nú í september. Helstu verkefni hans hjá EY snúa að forstöðu, verkefnastjórn og ráðgjöf á sviði skatta- og félagaréttar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Þar kemur fram að „Símon fékk héraðsdómslögmannsréttindi árið 2011. Hann er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og með diplóma í hagfræði frá sama skóla, auk þess sem hann hefur sótt sér menntun í Leiden University í Hollandi varðandi tvísköttunarsamninga.

Símon hefur yfirgripsmikla þekkingu á flóknum skattamálum og hefur áratuga starfsreynslu á því sviði. Símon hefur áður meðal annars starfað hjá ríkisskattstjóra og skatta- og lögfræðisviði KPMG. Kemur hann nú til EY úr eigandahópi Deloitte.“