Símtal Geirs H. Haarde og Davíðs Oddsonar sem átti sér stað 6. október 2008 er birt í heild sinni í Morgunblaðinu i dag. Þar ræddu þeir örlög bankakerfisins og atburði sem áttu sér stað á þeim tíma. Vitað hefur verið af tilvist samtalsins um langa hríð og margir hafa krafist birtingar þess.

Í símtalinu segir Davíð að Seðlabanki Íslands hafi möguleika á því að geta „skrapað saman 500 milljónum evra,“ til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot bankans þá þegar en einnig að það myndi koma í veg fyrir að möguleiki væri á lánum til annarra banka. Hann bjóst þó ekki við að veðin héldu: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka. Þeir segja að þeir muni borga okkur eftir fjóra fimm daga en ég held að það séu ósannindi eða við skulum segja óskhyggja.“

Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra þennan dag en Kaupþing hrundi tveimur dögum síðar og Seðlabankinn tapaði um 35 milljörðum á láninu.

Þá ræddu þeir stöðu Íslands og um Icesave reikningana. „Þetta er besta leiðin ef við get­um afskrifað all­ar skuld­ir þjóðar­inn­ar þó að það muni valda vand­ræðum í Evr­ópu þá en þeir bara hjálpuðu okk­ur ekki neitt...“ seg­ir Davíð og Geir tek­ur und­ir.

Símtal þeirra Geirs og Davíðs má lesa í heild sinni hér.