*

fimmtudagur, 5. ágúst 2021
Innlent 5. apríl 2020 18:04

Símtal frá Almannavörnum

Forstjóri Bláa lónsins segir að það hafi verið ansi sérstök tilfinning að fá símtal frá Almannavörnum um miðjan janúar.

Trausti Hafliðason
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins og stærsti hluthafi.
Haraldur Guðjónsson

Töluverð skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi frá áramótum og sérstaklega við fjallið Þorbjörn. Talað hefur verið um mögulega kvikusöfnun á svæðinu en einungis nokkur hundruð metrum frá fjallinu er Bláa lónið.

„Ég viðurkenni það að það var sérstök tilfinning að fá símtal frá Almannavörnum á sunnudagsmorgni um miðjan janúar, þar sem ég var beðinn um að koma niður í stjórnstöðina í Skógarhlíð til að ræða mögulegt eldgos í Þorbirni. Sem betur fer hefur nú ekkert ræst úr því og eins og ég skil okkar bestu jarðvísindamenn þá eru litlar líkur á því að því að eldgos verði á Reykjanesi á næstu árum. Það er hins vegar mikilvægt að vera með góða yfirsýn yfir stöðuna og við öllu búin. Almannavarnir vinna gott starf og hafa staðið sig vel við að upplýsa okkur um alla þá þætti sem skipta máli. Við búum á virkri eldfjallaeyju og við verðum alltaf að vera við því búin að allt geti gerst.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér