Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Actavis hefur lokið samrunaferli við rúmenska lyfjafyrirtækið Sindan, sem héðan í frá mun ganga undir nafni Actavis, segir í fréttatilkynningu.

Actavis keypti Sindan í mars á síðasta ári, en fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á krabbameinslyfjum. Tekjur Sindan námu 95 milljónum evra á síðasta ári og er spáð að sala fyrirtækisins á þessu ári nemi 115 milljónum evra. Á árinu munu sautján nýjar vörur frá fyrirtækinu fara inn á rúmenskan smásölumarkað og er spáð 30% aukningi á útflutningi þaðan fyrir árslok, að því er kemur fram í tilkynningunni.

Róbert Wessman, forstjóri Actavis, segir að með því að kynna nafn Actavis formlega á rúmenskum markaði sé sameiningarferlinu lokið, en það sé aðeins fyrsta skrefið í því sem Actavis ætli sér á þeim spennandi markaði sem er í Rúmeníu.