Breski bankinn Singer & Friedlander, sem KB banki á ríflega 20% hlut í, hefur gert 54 milljón punda yfirtökutilboð í Wintrust plc. Wintrust er breskur banki sem sérhæfir sig í fasteignalánum.

Stjórnendur Wintrust hafa tekið yfirtökutilboði Singer & Friedlander vel og mæla með því við hluthafa að tilboðinu verði tekið. Hlutabréf Wintrust eru skáð á breskan hlutabréfamarkað og felur yfirtökutilboðið í sér 26% álag á síðasta viðskiptagengi bréfanna á markaði.