Singles' day ber upp ár hvert þann ellefta nóvember, 11.11. Dagurinn á rætur að rekja til Asíu og hefur orðið nokkurs konar mótsvar við Black Friday og Cyber Monday, dögum þar sem kaupmenn skrúfa niður verð - fyrst í hefðbundnum verslunum og síðan í netverslunum til að laða að viðskiptavini og koma jólaversluninni af stað.

Upphaflega var dagurinn hugsaður fyrir ungt, einhleypt fólk í Kína til að fagna einhleypi sínu. Singles' day hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarið. Þannig hefur kínversku netversluninni Alibaba tekist að gera daginn stærri en Black Friday - allavega þegar kemur að netverslun. Þannig velti netverslunin 17,8 milljörðum dollara á Singles' day í fyrra en 3,34 milljörðum dala á Black Friday.

Frá miðnætti til miðnættis

Brynja Dan, markaðsstjóri S4S, sem á og rekur skor.is, air.is, Steinar Waage, Ecco-búðirnar, Kaupfélagið og fleiri verslanir, kynnti Íslendinga fyrir Singles' day fyrir þremur árum. „Okkur fannst við þurfa að ýta við netverslun á Íslandi því Íslendingar eru svolítið seinir til í þessu,“ en Brynja segir netverslanir félagsins, skor.is og air.is, vera meðal stærstu netverslana landsins.

„Þá var annaðhvort að hoppa á vagninn með Cyber Monday, sem er bandarísk hefð, eða Singles' Day. Við völdum hann frekar og ég byrja þetta hér á Íslandi,“ en þetta er í þriðja sinn sem dagurinn er haldinn á Íslandi.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Mat á markaðsvirði Haga sem sýnir að félagið er verulega undirverðlagt
  • Rannsókn á árstíðarsveiflum á verðbréfamörkuðum
  • Umfjöllun um íbúðaþörf miðað við mannfjöldaþróun næstu áratuga
  • Nýja lausn á íslenskum markaði fyrir bíllausan lífstíl
  • Nýr framkvæmdastjóri ÍMARK ræðir breytt landslag á auglýsingamarkaði með innreið áhrifavalda
  • Stemningin á verðbréfamörkuðum í kjölfar kosninga
  • Ítarlegt viðtal við Yngva Örn Kristinsson hagfræðing Samtaka fjármálafyrirtækja
  • Umfjöllun um nýjan franskan sport-jeppa
  • Hafnfirskt fjölskyldufyrirtæki í rekstrarumsjón
  • Nýr hótelstjóri lúxushótels tekinn tali
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um Ingu Sæland í aftursætinu
  • Óðinn skrifar um stjórnarmyndunarviðræður