Jan Petter Sissener, fyrrverandi stjórnandi Kaupþings í Noregi, hefur náð samkomulagi við Kaupþing um starfslokagreiðslur. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag.

Hann segist ekki vilja gefa upp upphæð starfslokanna.

Sissener hætti hjá Kaupþingi snemma á síðasta ári og kvaðst þá ekki hafa fengið umsamdar bónusgreiðslur. Hann gerði í kjölfarið kröfur um starfslokasamning frá bankanum sem hljóðuðu upp á 40 milljónir norskra króna.

Norskir fjölmiðlar segja ljóst að Sissener hafi ekki náð slíkri upphæði í ljósi falls bankans. Sjálfur er hann þögull sem gröfin.

„Við höfum náð samkomulagi. Meira segi ég ekki," er haft eftir honum í Dagens Næringsliv.