Kínversk fyrirtæki hafa aukið lausafjárstöðu sína gríðarlega á seinustu mánuðum. Lausafjárstaða kínverskra fyrirtækja hefur ekki verið jafn mikil í sex ár. Þetta kemur fram á fréttaveitu Bloomberg.

Þessi þróun hefur pirrað kínversk yfirvöld, sem vilja sjá fyrirtæki fjárfesta meira, til þess að viðhalda vaxtarmarkmiðum þjóðarinnar. Fyrirtækin hafa aftur á móti sýnt lítinn áhuga á að fjárfesta. Óvissa hefur aukist og hagvöxtur hefur dregist saman. Fyrirtækin sitja nú á rúmlega þúsund milljörðum dala.