Stjórnvöld í Moskvu hyggjast selja restina af eigum hins gjaldþrota olíurisa Yukos. Sérfræðingar telja miklar líkur á að eignirnar verði seldar til innlendra orkufyrirtækja sem stjórnvöld hafa ítök í og eru Rosneft og Gazprom nefnd í því samhengi.

Yukos var eitt sinn stærsta olíufyrirtæki Rússlands en fyrirtækið var gert gjaldþrota í kjölfar gagnrýni aðaleiganda og framkvæmdastjóra þess, Mikhail Khodorkovsky, á stjórnvöld.