Í tilkynningu í dag minnir Pósturinn á síðustu öruggu skiladaga sendinga jólakorta og jólapakka í desember.

Síðasti öruggi skiladagur til að póstleggja jólapakka til landa utan Evrópu er föstudagurinn 5.desember og jólakort til landa utan Evrópu er mánudagurinn 8.desember.

Síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til Evrópu er föstudagurinn 12. desember og á jólakortum til Evrópu mánudagurinn 15.desember, til að þau skili sér í tæka tíð fyrir jólin.

TNT sendingar til landa utan Evrópu hafa frest til 18.desember en þær TNT sendingar sem fara til Evrópu til 19.desember.

Til að vera viss um að jólapakkar og jólakort innanlands skili sér fyrir jól er föstudagurinn 19.desember síðasti öruggi skiladagur.

„Þessar dagsetningar eru mikilvægar til að sendingarnar komist til viðtakenda í tæka tíð fyrir jólin,“ segir í tilkynningunni.

Á öllum pósthúsum landsins er tekið á móti jólapóstinum en til að aukin þjónusta verður á höfuðborgarsvæðinu þar sem Pósturinn mun opna jólapósthús í Kringlunni og Smáralind þann 8. desember.

Jólapósthúsin verða opin á afgreiðslutíma verslunarmiðstöðvanna.

Síðustu öruggu skiladagar fyrir jólakort og jólapakka í desember:

  • 5.desember - pakkar utan Evrópu
  • 8.desember – kort utan Evrópu
  • 12.desember – pakkar til Evrópu
  • 15.desember – kort til Evrópu
  • 18.desember – TNT sendingar utan Evrópu
  • 19.desember – kort og pakkar innanlands, TNT sendingar til Evrópu