Siv Friðleifsdóttir, þingmaður og fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, ætlar ekki að sækja eftir þingsæti í næstu þingkosningum í apríl á næsta ári.

Siv greinir frá því á vefsíðu sinni, að þótt hún verði ekki sjálf í eldlínunni þá ætli hún að leggja allt kapp á að flokkurinn fái góða kosningu. Þar segir hún m.a. að hún hafi tekið þessa ákvörðun fyrir nokkru síðan.

„Þá ákvörðun tók ég í ljósi þess að ég hef í langan tíma lagt alla mína krafta í stjórnmálin,“ skrifar hún og rifjar upp að hún hefur verið þingmaður frá árinu 1995. Af þeim 19 árum hefur hún verið ráðherra í 6 ár.