Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokks, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Í Fréttablaðinu í dag segir að Siv er 11. aðstoðarmaður fjögurra ráðherra Framsóknarflokksins.

Siv sat á þingi frá árinu 1995 og fram að síðustu kosningum í vor.

Siv er annar aðstoðarmaður ráðherra Framsóknarflokks sem ráðinn er í vikunni en í gær var frá því greint að Ásmundur Einar Daðason hafi verið ráðinn aðstoðarmaður Sigmundar Daviðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins, og varð hann fjórði aðstoðarmaðurinn þar á bæ. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er svo með þrjá aðstoðarmenn.

Ráðherrar vinstristjórnarinnar voru 11 og höfðu þeir 14 aðstoðarmenn.