Norwegian Air, SAS og Finnair gætu með sameiningu myndað risastórt norrænt flugfélag kjósi þau svo samkvæmt nýrri úttekt CAPA rannsóknarmiðstöðinni sem sérhæfir sig í skýrslum og greiningum um flugiðnaðinn. CAPA gerir þó ekki ráð fyrir Icelandair þegar reynt er að varpa upp mynd af norræna félaginu.

Um þetta er fjallað lauslega á vefsíðunni Túristi.is . Þar er rifjað upp hraður uppgangur Norwegian en að sama skapi hnignun SAS, sem virðist vera undir í samkeppninni. SAS er þó sem fyrr stærsta flugfélagið á Norðurlöndunum en þar á eftir koma Norwegian og Finnair.

Sem fyrr segir er ekki gert ráð fyrir Icelandair í þessu samhengi. Skýrsluhöfundur segir í samtali við Túrista, aðspurður um ástæður þess, að Ísland sé sérstakur markaður, mun minni en aðrir norrænir og afskekktari. Flugsamgöngur séu Íslendingum því mjög mikilvægar. Hann telur að þrátt fyrir tilkomu norræns risaflugfélags þá verði áfram pláss fyrir önnur félög á markaðnum eins og Icelandair.

Sjá vefsíðu Túrista.

Sjá greiningu CAPA.