Samkeppniseftirlitið telur nauðsynlegt að rannsaka hvort regluverk og stefna stjórnvalda hafi skaðleg áhrif á samkeppni á eldsneytismarkaðnum.

Í gildi eru lög um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara. Í stjórn flutningsjöfnunarsjóðs sitja þrír menn sem skipaðir eru af ráðherra. Í hverjum mánuði afhendir sjóðurinn olíufélögunum upplýsingar um samanlagða sölu félaganna á helstu eldsneytistegundum. Í ársreikningi sjóðsins má síðan sjá nákvæmar sölutölur hvers og eins olíufélags, flokkað eftir einstökum eldsneytistegundum.

„Augljóst er að fyrrgreind upplýsingagjöf minnkar óvissu hvers olíufélags um stöðu sína á markaðnum. Er þetta til þess fallið að raska samkeppni."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .