Sjóðurinn Third Point hefur sýnt svissneska fyrirtækinu Nestlé aukinn áhuga. Félagið hefur keypt eitt prósent eignarhlut í Nestlé og vill nú að fyrirtækið geri róttækar breytingar. Meðal annars hefur Third Point óskað eftir því að Nestlé selji hlut sinn í L'Oreal.

Third Point sjóðurinn er þekktur fyrir að kalla eftir breytingum á fyrirtækjum sem að sjóðurinn hefur augastað á. Til að mynda kallaði hann eftir breytingum í rekstri hjá fyrirtækjum á borð við Sony og Yahoo. Gengi hlutabréfa Nestlé hækkaði talsvert í kjölfar yfirtökunnar á eignarhlutnum. Þau hækkuðu um 4,32 prósentustig í viðskiptum snemma í morgun.

Eins prósent eignarhluturinn var keyptur á 3,5 milljarða dollara. Í bréfi Third Point til fjárfesta er því haldið fram að fyrirtækið hafi dregist aftur úr við samkeppnisaðila og eigi talsvert inni að því er kemur fram í frétt AFP.