Í apríl hafði frést að flugfélögin IAG, sem er móðurflugfélag British airways, Iberia og fleiri ættu yfir 5% hlut í flugfélaginu Norwegian og áhugi á yfirtöku væri fyrir hendi. Þetta kemur fram á vefsíðunni turisti.is .

Stuttu eftir að þær fréttir bárust rauk hlutabréfaverðið upp um 40% þrátt fyrir að rekstur flugfélagsins hafi gengið illa.

IAG hefur nú þegar sett fram tvö tilboð í norska flugfélagið en þeim hefur báðum verið hafnað. Fleiri flugfélög hafa áhuga á að kaupa félagið. Eitt þeirra er þýska félagið Lufthansa en forstjóri þess, Carsten Spohr, sagði í samtali við þýska blaðið Süddeutsche Zeitung að framundan sé hrina sameininga í evrópska fluggeiranum.

Rekstur Lufthansa hefur gengið vel og hefur félagið verið orðað við kaup á flugfélaginu SAS. Nú hefur áhuginn færst yfir til Norwegian.