Sverrir Sigursveinsson framkvæmdastjóri og einn eigenda ráðgjafafyrirtækisins Kontakt sér mikil tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf í nánari tengslum lítilla og meðalstórra óskráðra fyrirtækja milli landa.

Kontakt sérhæfir sig í samrunum, yfirtökum og sölu lítilla og meðalstórra fyrirtækja en hefur síðastliðin ár aðeins starfað á innlendum markaði enda slíkir samningar milli landa af þeirri stærðargráðu hreinlega ekki þekkst þar til nýlega. „Það hafa ekki verið teljandi viðskipti af þessu tagi síðan fyrir hrun.“

Sverrir og félagar hjá Kontakt telja það hins vegar vera að breytast, og síðasta vor gerðist félagið aðili að alþjóðlegu samtökunum M&A Worldwide, sem er einskonar samstarfsvettvangur slíkra ráðgjafa.

„Íslensk fyrirtæki sem vilja færa út kvíarnar á sínu sviði á erlendri grund eru kannski nærtækasti markhópurinn. Það er mikið auðveldara fyrir Íslendinga að fara út í nokkuð stöðugt umhverfi sem þeir þekkja aðeins til. Þeir erlendu fjárfestar sem hafa áhuga á að fjárfesta hér þurfa að byrja á að kynna sér gjaldmiðilinn og hagkerfið.“

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.