*

laugardagur, 12. júní 2021
Innlent 11. maí 2018 12:10

Sjáðu Ísland að hætti landsliðanna

Icelandair hefur tekið saman við leikmenn íslensku landsliðanna í knattspyrnu og búið til allskonar upplifunarferðir að hætti leikmannanna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Icelandair hefur tekið saman við leikmenn íslensku landsliðanna í knattspyrnu og búið til allskonar upplifunarferðir að hætti leikmannanna. Þannig geta farþegar Icelandair sem stoppa stutt á Íslandi sótt um að fara í svokallaðar upplifunarferðir, sérhannaðar af fimm leikmönnum karla- og kvennalandsliðanna í fótbolta.

Þannig geta fjölskyldur til að mynda fengið 90 mínútna kennslustund hjá Breiðabliki. Jóhann Berg hóf ferli sinn á hjá Breiðabliki og bjó því til þessa fjölskylduupplifun hjá félaginu.

Miðjumaðurinn Birkir Bjarnason, fyrsti íslenski leikmaðurinn til að skora á stórmóti karla í knattspyrnu, setti saman slökunarupplifun þar sem farþegum er boðið í Laugarvatn Fontana, en í kynningarefni Icelandair er bent á að slökun sé mikilvægur hluti þjálfunar og  þetta viti Birkir vel.

Haft er eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair, á vef PR Newswire að félagið fagni því að geta boðið farþegum upp á þessar upplifunarferðir, en Icelandair er að hans sögn stoltur stuðningsaðili landsliðanna. Með þessu geti farþegar félagsins ekki aðeins kynnst bakgrunni leikmannanna betur heldur séu allar upplifanirnar hannaða ef leikmönnunum og geti farþegar Icelandair þannig fylgt í fótspor þeirra.