Ferrari Pinin er eina fjögurra dyra bifreiðin sem bílaframleiðandinn hefur látið frá sér við stofnun. Hún var afhjúpuð árið 1980 og hönnuð til þess að fagna fimmtíu ára afmæli ítalska hönnunarfyrirtækisins Pininfarina.

Þessi tegund fór aldrei í fulla framleiðslu hjá bílaframleiðandanum og aðeins eitt eintak var búið til, en svo vill til að það hefur nú verið sett á söluskrá í Bandaríkjunum.

Bíllinn hefur aðeins verið keyrður 400 kílómetra í heildina. Síðustu eigendaskipti í bifreiðinni fóru fram árið 2008 en þá var hann seldur á 250 þúsund dali.

Núverandi eigandi vill hins vegar fá rúmlega þrefalt hærri fjárhæð fyrir bílinn eða 795 þúsund dali. Fjárhæðin jafngildir rúmum 107 milljónum íslenskra króna.