Fæst verkanna sem seld voru á fyrsta uppboði ársins hjá Gallerí Fold á mánudag fóru á hærra verði en uppgefnu matsvirði. „Myndir seljast sjaldnast yfir verðmati, það gildir bæði hér og erlendis,“ segir Jóhann. Verðmatið byggir einkum á söluverði fyrri tíma.

Ofan á slegið verð leggst 15% uppboðsgjald og höfundaréttargjald. Höfundarréttargjaldið er 10% á verkum undir 3.000 evrum, jafnvirði um 485 þúsunda króna. Gjaldið fer síðan hlutfallslega lækkandi eftir því sem verðið hækkar. Samkvæmt lauslegri athugun Jóhanns fara um 40% listaverka á um eða yfir matsvirði, ef tekið er tillit til uppboðs- og höfundaréttargjalds.

Sé litið til gjalda við verk Karls Kvarans nemur heildarkaupverð myndarinnar um 4,6 milljónum króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.