Hlutabréf í bandaríska bílaframleiðandanum Tesla og tölvufyrirtækinu Nvidia, sem bæði hafa verið framarlega í þróun tækni fyrir sjálfkeyrandi bíla, tóku nokkra dýfu í gær. Nasdaq lækkaði um 200 punkta, sem samsvarar 2,9% lækkun, en mörg tæknifyrirtæki eru skráð á Nasdaq. Ástæðan er talin vera banaslys sem sjálfkeyrandi bíll á vegum Uber varð valdur að í Arizona í síðustu viku.

Í frétt á vef BBC segir jafnframt að hlutabréf í Nvidia lækkuðu um 7,8% í gær og hlutabréf í Tesla um rúmlega 8%. Í myndbandinu hér að neðan má sjá slysið og viðbrögð öryggisökumannsins í bílnum.