*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 15. febrúar 2006 15:01

Sjálfkjörið í stjórn Íslandsbanka

Ritstjórn

Framboðsfrestur til setu í stjórn Íslandsbanka hf. rann út kl. 14:00 í dag 15. febrúar. Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér til setu í stjórn á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 21. febrúar næstkomandi og verður sjálfkjörið í stjórn bankans. Aðalmenn: Einar Sveinsson, Guðmundur Ólason, Hannes Smárason, Jón Snorrason, Karl Wernersson, Úlfar Steindórsson og Skarphéðinn Berg Steinarsson.

Varamenn: Anna Sigurðardóttir, Guðmundur Ásgeirsson, Hlíf Sturludóttir,
Jón Sigurðsson, Katrín Pétursdóttir, Steingrímur Wernersson og Þorsteinn M. Jónsson.