*

sunnudagur, 23. febrúar 2020
Innlent 18. mars 2019 08:34

Sjálfkjörið í stjórn Festi

Fimm aðilar gefa kost á sér í stjórn Festi og er því er sjálfkjörið í stjórn félagsins.

Ritstjórn
Björgólfur Jóhannsson.
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt samþykktum Festi skal stjórn félagsins skipuð fimm mönnum, en aðalfundur félagsins verður haldin næstkomandi fimmtudag. Fimm framboð til stjórnarsetu bárust og er því sjálfkjörið í stjórn félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.

Eftirtaldir gefa kost á sér í kjöri til stjórnar Festi og munu þeir mynda stjórn félagsins:

  • Björgólfur Jóhannsson
  • Guðjón Karl Reynisson
  • Kristín Guðmundsdóttir
  • Margrét Guðmundsdóttir
  • Þórður Már Jóhannesson
Stikkorð: Festi