Aðeins tveir hafa gefið kost á sér í stjórn HB Granda það eru þær Danielle Pamela Neben og Kristrún Heimisdóttir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Hluthafafundur mun fara fram á föstudaginn og verður þá kosið í þau tvö sæti sem losnuðu þegar þau Rannveig Rist og Guðmundur Kristjánsson sögðu sig úr stjórn félagsins.

Kristrún Heimisdóttir starfaði sem framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins um tíma og hefur einnig verið varaþingmaður fyrir hönd Samfylkingarinnar.

Danielle Pamela Neben er með háskólagráðu í Viðskiptafræði frá McGill University í Kananda. Hún starfaði einnig hjá HSBC bankanum um tíma.

Þar sem frambjóðendur eru jafnmargir og þeir stjórnarmenn sem á að kjósa á fundinum og samsetning stjórnar fullnægir ákvæðum laga og samþykkta félagsins um kynjahlutföll er sjálfkjörið í stjórnarsætin tvö.