Sjö einstaklingar gáfu kost á sér til setu í stjórn Marel fyrir aðalfund félagsins í næstu viku, 6. mars næstkomandi. Sjálfkjörið er í stjórnina en samþykktir félagsins kveða á um að fjöldi stjórnarmanna skuli vera sjö til níu. Friðrik Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Straums Burðaráss fjárfestingarbanka, gefur ekki áfram kost á sér til frekari stjórnarsetu og kemur Ann Elizabeth Savage frá Englandi í hans stað. Að öðru leyti situr sama stjórn og á síðasta ári.

Eftirtaldir gáfu kost á sér:

Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marel, Ann Elizabeth Savage, Arnar Þór Másson, Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Helgi Magnússon, formaður stjórnar lífeyrissjóðs verslunarmanna, Margrét Jónsdóttir og Theo Bruinsma.