*

mánudagur, 11. nóvember 2019
Innlent 4. mars 2019 12:53

Sjálfkjörið í stjórn Össurar

Fimm einstaklingar bjóða sig fram til stjórnarsetu hjá Össuri. Stjórnin verður óbreytt frá síðasta kjörtímabili.

Ritstjórn
Eva Björk Ægisdóttir

Sjálfskipað er í stjórn stoðtækjaframleiðandans Össurar en fimm manns skipa stjórn félagsins. Allir fulltrúar sem bjóða sig fram í stjórn félagsins hafa setið þar undanfarin ár. Félagið greinir frá þessu í tilkynningu.

Stjórn félagsins verður því áfram skipuð þeim Niels Jacobsen (stjórnarseta frá 2005), Kristjáni Tómasi Ragnarssyni (stjórnarseta frá 1999), Arne Boye Nielsen (stjórnarseta frá 2009), Svöfu Grönfeldt (stjórnarseta frá 2008) og Guðbjörgu Eddu Eggertsdóttur (stjórnarseta frá 2013). 

Stikkorð: Össur stjórn