Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur svipt hulunni af sjálfreimandi skóm sem verða komnir í sölu fyrir lok árs. Flestum að óvörum munu þó einungis notendur snjalltímaforrita frá Nike geta keypt hina nýju HyperAdapt íþróttaskó.

Sjálfreimandi Nike skór sáust fyrst í kvikmyndinni Back to the Future II árið 1989 en það var ekki fyrr en árið 2013 sem fyrirtækið fór að vinna í raunverulegri hönnun á slíkum skóm.

Nike+ snjallsímaforritið sem fólk þarf að hafa til að geta keypt skóna gengur út á að safna gögnum um æfingar notenda og bjóða þeim upp á æfingaáætlanir. Frá og með júní verður hins vegar hægt að versla í forritinu og mun það veita meðmæli byggt á gagnasöfnun um notendur.

Sjálfreimandi skórnir virkja þannig að litlir mótorar sjá um að strekkja reimarnar, en þeir eru virkaðir þegar hæll notandans snertir skynjara. Tveir takkar á hliðunum bjóða notandanum að strekkja eða losa um reimarnar. LED-ljós á skónum sína svo hversu mikið batterí er eftir, en hægt er að hlaða skóna þráðlaust.