Litlar breytingar eru á fylgi flokkana eða á bilinu 0,2 til 1,6 prósentustig í nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem fram fór dagana 30. mars til 30 maí, en stuðningur við ríkisstjórnina eykst um liðlega 6 prósentustig, og mælist nú 61%.

Þó er fylgi Sjálfstæðisflokksins komin í 25,1%, sem flokkurinn hefur ekki mælst í síðasta árið en er á svipuðum slóðum og kjörfylgi flokksins í kosningunum í októberlok 2017. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur ekki mælst hærri síðan í febrúar 2018, en samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja samkvæmt könnuninni er nokkuð lægri eða 47,3%

Samfylgingin og Vinstri græn mælast með svipað mikið fylgi eða rétt um 14%, Píratar, Viðreisn og Miðflokkur eru öll með um 10% fylgi, Framsóknarflokkurinn með ríflega 8% og svo bæði Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn mælast með um 4%.

Flokkar verða að ná 5% markinu til að eiga rétt á uppbótarþingmönnum ef ná ekki kjördæmakjörnum mönnum, en þeirri reglu var bætt við samhliða kjördæmabreytingunni um síðustu aldamót.

Áður þurfti að ná inn kjördæmakjörnum til að fá uppbótarmenn, en við breytinguna lækkaði einnig þröskuldurinn til að fá kjördæmakjörna menn inn með fjölgun þingmanna í flestum kjördæmum samhliða stækkun þeirra, þó meira hefði þurft til í öllum kjördæmum, ef 5% reglan hefði ekki verið tekin upp í leiðinni.

Niðurstaða könnunarinnar er sem hér segir:

  • Sjálfstæðisflokkurinn - 25,1%
  • Samfylkingin - 13,8%
  • Vinstri græn - 13,8%
  • Píratar - 10,4%
  • Viðreisn - 10,0%
  • Miðflokkurinn - 9,9%
  • Framsóknarflokkurinn - 8,4%
  • Flokkur fólksins - 4,4%
  • Sósíalistaflokkur Íslands - 4,0%
  • B+D+V - 47,3%
  • Styðja ríkisstjórnina - 61,3%