*

mánudagur, 15. júlí 2019
Innlent 26. júní 2018 09:56

Sjálfstæðisflokkur kominn í 22%

Fylgi Flokks fólksins eykst um nærri 3% í nýrri könnun, en Samfylkingin er næst stærst með um 15% atkvæða.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Sjálfstæðisflokkurinn mældist með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi eða 21,6% í nýrri könnun MMR sem tekin var 12. til 18. júní síðastliðinn. Það er þó rúmlega tveggja prósentustiga samdráttur frá síðustu mælingu sem lauk 22. maí, en flokkurinn fékk 25,2% í alþingiskosningunum haustið 2017.

Næst kom Samfylkingin með 15,1% og Píratar með 14,3%, en Flokkur fólksins mældist með 8,2% fylgi sem er 2,6 prósentustiga aukning frá síðustu mælingu. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 50,1%, en ríkisstjórnarflokkarnir þrír fengu 52,9% fylgi í síðustu kosningum. 925 einstaklingar svöruðu könnuninni.

Hér má sjá niðurstöðu könnunarinnar eftir flokkum:

  • Fylgi Sjálfstæðisflokks mældist 21,6% nú og mældist 23,7% í síðustu könnun en hann fékk 25,2% í alþingiskosningunum.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,7% og mældist 12,0% í síðustu könnun en flokkurinn fékk 16,9% í alþingiskosningunum.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 10,6% og mældist 9,8% í síðustu könnun en flokkurinn fékk 10,9% í alþingiskosningunum.
  • Fylgi Framsóknarflokks mældist nú 9,5% og mældist 10,1% í síðustu könnun en flokkurinn fékk 10,7% í alþingiskosningunum.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 8,2% og mældist 5,6% í síðustu könnun en fékk 6,9% í alþingiskosningunum.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 5,8% og mældist 7,1% í síðustu könnun en flokkurinn fékk 6,7% í alþingiskosningunum.
  • Fylgi annarra flokka mældist 2,2% samanlagt, en samanlagt fengu þeir 1,5% í alþingiskosningunum.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is