MMR hefur birt skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokka, en fylgi ríkisstjórnarflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina lækkar milli kannanna.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú undir 20%, en það er 19,5%. Fylgi flokksins var í síðustu könnun 20,6%.

Fylgi Pírata heldur áfram að aukast og mælist nú 37,8%. Fylgi flokksins í síðustu könnun var 34,9%, miðað við að fylgi flokksins í síðustu kosningum var 5,1%.

Framsóknarflokkurinn mælist með 10% fylgi og lækkar um 1,5 prósentustig milli mánaða. Fylgi Samfylkingar er 10,4% en var 12,9% í síðustu könnun. Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,5% borið saman við 11,4% í síðustu könnun.

Fylgi Bjartrar framtíðar fer undir fyrir 5% í könnuninni og myndi því ekki ná manni á þing samkvæmt núverandi fylgi. Fylgi flokkins mælist 4,4%, en var 5,3% í síðustu könnun.

Stuðningur við ríkisstjórnina er nú 30,1%, en var 35,6% í síðustu könnun. Fylgi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-Grænna var 32,1% við síðustu kosningar árið 2013.